top of page

Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir

Valgeir F. Backman tilnefndi Ágústu sem næsta hamingjusama Sunnlendinginn og ekki lá á svörum frá henni.Ágústa býr í Hveragerði og elskar kaffi og mat. Hún á slatta af börnum og barnabörnum, einn mann og einn hund. Ágústa vinnur á sjúkrahúsinu á Selfossi og elskar ferðalög eða eins og hún orðar það "Get sagt með stolti að ég hafi farið á alla þéttbýlisstaði á Íslandi (ég á bara Rauðasand eftir) og ferðast um hálendið bæði að sumri og vetri. Af útlöndunum elska ég samt Andalúsíu á Spáni mest og hef farið í þrígang til Malaga að læra spænsku. Og kann orðið að panta mér kaffi og mat skammlaust á spænsku." Skilaboð Ágústu til Sunnlendinga eru: "lifi byltingin og kaffið!"


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til þess að brosa í dag?

Ég verð alltaf jafnglöð þegar veðrið er milt og sólin skín á hundagöngu dagsins


Hvar líður þér best?

Í eldhúsinu mínu. Þar finnst mér gaman að vera og að galdra fram allskonar framandi rétti og drykki.


Nefndu eitthvað sem gerir þitt daglega líf betra?

Mest finnst mér gaman ef að vinir eða fjölskylda nenna að borða með okkur og jafnvel gista. En ég á líka stóran garð og gróðurhús sem ég elska að dúllast í.Hvað fær þig alltaf til þess að hlæja?

Aulahúmor er mitt aðalsmerki ásamt kótilettum í raspi.


Áttu þér eitthvert mottó?

Þú getur verið viss um þrjá hluti í lífinu: þú færð ekki allt sem þú vilt og þú vilt aldrei allt sem þú færð.
Recent Posts

See All
bottom of page