top of page

Það besta fyrir börnin: Barnvæn sveitarfélög

Í kjölfar þess að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi útbjó UNICEF á Íslandi líkan um innleiðingu barnasáttmálans. Þetta líkan kallast Barnvæn sveitarfélög og hlutverk þess er að veita sveitarfélögum stuðning og handleiðslu við innleiðingu barnasáttmálans. Í framhaldi gerði Félagsmálaráðuneytið samstarfssamning við UNICEF sem ber titilinn Barnvænt Ísland. Með honum á að tryggja öllum sveitarfélögum aðgengi innleiðingunni. En á hverju byggir verkefnið og hvað felst í innleiðingunni?


Barnvæn sveitarfélög byggja á fimm grunnþáttum


1. Þekking á réttindum barna:

Rík áhersla er lögð á að bæði börn og fullorðnir þekki og virði réttindi barna. Hluti af innleiðngu barnasáttmálans er því að uppfræða og halda barnasáttmálanum á lofti. Lesa meira


2. Það sem barni er fyrir bestu

Hagsmunir barna skulu hafðir að leiðarljósi í allri starfsemi barnvæns sveitarfélags. Í allri áætlangerð skal tekið tillit til réttinda og sjónarmiða barna. Lesa meira


3. Jafnræði – að horft sé til réttinda allra barna.

Grundvallar atriði er að gæta jafnræðis í einu og öllu, t.a.m. með tilliti til þjóðernis, kyns, trúar, efnahags, fötlunar eða stöðu foreldra. Þessi grunnþáttur snýr ekki eingöngu að þjónustu við börn heldur einnig að viðhorfum íbúa sem og stjórnsýslu. Lesa meira


4. Þátttaka barna

Barnvæn sveitarfélög fagna því að þekking og reynsla barna er verðmæt auðlind. Sveitarfélagið skapar fjölbreyttar leiðir til þátttöku barna og tekur mark á þeirra hugsjónum. Lesa meira


5. Barnvæn nálgun

Barnvæn sveitarfélög auðvelda börnum á öllum aldri að nálgast þá þjónustu sem þeim ber réttur til, án nauðsynlegrar aðkomu foreldra. Allar stofnanir ættu að tileinka sér barnvæna nálgun og þetta á ekki síður við um stofnanir þar sem starfssvið snýr ekki að börnum á augljósan hátt, til að mynda fjármálasvið og skipulagssvið. Lesa meira


Innleiðing í átta skrefum


1) Fyrsta skref er fyrir sveitarstjórn að samþykkja formlega að innleiða líkanið og skipa stýrihóp.


2) Næst tekur við gagnaöflun og kortlagning á lífsskilyrðum barna í sveitarfélaginu. Þetta er mikilvægur og viðamikill þáttur í innleiðingunni.


3) Til þess að innleiðngin nái tilsettum árangri er nauðsynlegt að fræða börn, starfsmenn sveitarfélagsins og aðra íbúa þess um gildi barnasáttmálans og hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga.


4) Stýrihópurinn gerir nú aðgerðaáætlun fyrir sveitarfélagið sem byggir á þeim gögnum sem liggja fyrir.


5) Þegar aðgerðaáætlunin hefur verið samþykkt, leiðir stýrihópurinn framkvæmd hennar í minnst tvö ár.


6) Sveitarfélagið skilar inn skýrslu til UNICEF þar sem fram koma m.a. viðhorf og upplifanir barna og ungmenna um innleiðinguna.


7) UNICEF á Íslandi tekur nú skýrslurnar til skoðunar og leggur mat á framgang innleiðingarinnar. Að uppfylltri skoðun hlýtur sveitarfélagið viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag!


8) Viðurkenningin gildir í þrjú ár og mikilvægt er að sveitarfélagið geri endurmat og setji sér markmið um framhaldið.


Akureyri, Kópavogur og Hafnarfjörður og eru komin vel á veg með að verða Barnvæn sveitarfélög og stefnt er að því að yfir tuttugu sveitarfélög verði byrjuð í innleiðingunni árið 2021. Allar upplýsingar um verkefnið má finna á barnvaensveitarfélög.is

Recent Posts

See All
bottom of page