top of page

Vísindin um vellíðan

Updated: Apr 21, 2020

Það sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, er ekki endilega það sem gerir okkur hamingjusöm í raun og veru. Við mannfólkið erum meira að segja frekar léleg í að spá fyrir um hvað geri okkur hamingjusöm.


Þetta er að minnsta kosti niðurstaða margra vísindamanna, byggð á fjölbreyttum rannsóknum um huga mannsins. Hinn virti Yale háskóli í Bandaríkjunum hefur þróað námskeið um einmitt þetta sem ber titilinn ,,The Science of Well being“ eða ,,Vísindin um vellíðan“. Nemendur læra ekki bara um ranghugmyndir okkar um hamingjuna heldur eru kenndar gagnlegar aðferðir um það hvernig við getum breytt hugsunarháttum okkar og upplifað aaukna vellíðan í lífinu.

Þú getur verið með


Námskeiðið sló í gegn hjá Yale og harfði svo góð áhrif á líðan nemenda að ákveðið var að útbúa fjarnámskeið og gera það aðgengilegt öllum. Ekki bara nemendum Yale og ekki bara háskólanemum, heldur öllum sem mögulega gætu haft gagn af því. Þess vegna getur þú byrjað í dag, eða hvenær sem þér hentar, án þess að borga krónu.


Auðvelt og sveigjanlegt

Námskeiðið er kennt á ensku, með stuttum textum af lesefni, hnitmiðuðum fyrirlestrum og heimaverkefnum sem hver nemandi vinnur á sínum hraða. Kennt er í tíu vikur og efni hverrar vikur tekur á bilinu eina til fjórar klukkustundir. Ef þú finnur ekki tíma til að sinna námskeiðinu eina og eina viku, þá gerir það ekkert til. Námskeiðið fylgir þínum hraða. Ef þér þykir erfitt að fylgjast með fyrirlestrum eða skilja enskuna þá gerir það ekki til, því þú getur smellt á pásu þegar þér hentar eða spólað til baka.


Námskeiðið hjálpar okkur að finna svör við eftirfarandi spurningum:

· Hvað höldum við að geri okkur hamingjusöm?

· Hvers vegna erum við léleg í að spá fyrir um hvað mun gera okkur hamingjusöm?

· Hvernig getum við komist yfir ranghugmyndir okkar um hamingjuna?

· Hvaða aðferðum getum við beitt til að auka raunverulega hamingju okkar?

· Hvernig getum við vísvitandi komið þessum aðferðum í framkvæmd, tamið okkur hollari lífshætti lifað við aukna vellíðan?


Fjögurra vikna áskorun

Síðustu fjórar vikurnar ganga út á að setja sér markmið við að innleiða það sem við höfum lært af námskeiðinu inn í líf okkar. Við veljum okkur eitt af þeim verkfærum sem námskeiðið kynnti fyrir okkur og gerum fjögurra vikna áætlun um hvernig við ætlum að nota það. Lokatakmarkið er að ná aukinni vellíðan í lífinu.
Smelltu hér til að skoða námskeiðið og skrá þig – það kostar ekkert að prófa!

Recent Posts

See All
bottom of page