top of page

"Þetta snýst allt um samveru"

Hjá Rauða krossinnum í Árnessýslu fer fram fjölbreytt og skemmtilegt starf flesta daga vikunnar en umsjón með því hefur Erla Guðlaug Sigurjónsdóttir, deildarstjóri. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda úr mörgu fjölbreyttu að velja.

Sem dæmi um það starf sem er í gangi er prjónahópur sem hittist alla mánudag frá kl. 13 – 15 allt árið um kring. Þetta eru konur á öllum aldri sem prjóna fyrir BASAR sem er haldinn fyrsta vetrardag og rennur ágóðinn af honum til Rauða krossins.


Gagn og gaman er annar hópur kvenna sem hittist á miðvikudögum frá kl. 13 – 15. Þær prjóna sjúkrabíla bangsa og teppi sem eru gefin. Allt sem þar er prjónað og heklað er unnið úr garni sem berst frá einstaklingum í bæjarfélaginu.


Fögur fljóð er enn einn hópur sem hittist alla þriðjudaga yfir vetrartímann kl. 13 – 15. Hópurinn samanstendur af konum á aldrinum 30+ sem koma sama til að fá sér kaffi, spjalla, prjóna, hekla, spila og iðulega er fullt hús enda mjög vinsælt verkefni Hópurinn hittist líka stundum á kaffihúsi eða gerir eitthvað annað skemmtilegt saman.


Skvísukaffi er hittingur kvenna frá 18 ára aldri. Það koma ungar konur saman og föndra, spila, fá fræðslu og ýmislegt annað og er þessi hittingur annan hvern fimmtudag frá kl. 11.30 til 14


Heimsóknarvinir er ört vaxandi verkefni sem gengur út á að heimsækja einstaklinga bæði í heimahús og dvalarheimili til þess að rjúfa félagslega einangrun. Undir sama hatti eru símavinir og hundavinir.


Einhverfu kaffi er svo nýtt verkefni hjá Rauða krossinum en það fyrir fullorðna einhverfa og hefur verið vel sótt.


Stór partur af verkefnum Rauða krossins eru neyðarvarnir en þar undir eru fullt af flottum sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að stökkva til þegar á reynir. Þessir sjálfboðaliðar hafa sótt margskonar námskeið t.d. í sálrænum stuðningi og fleiru. Einnig er starfandi viðbragðshópur í sálrænum stuðningi en hann skipa einstaklingar með reynslu af að veita sálræna skyndihjálp og standa þessir einstaklingar vaktir allt árið um kring en á þessu ári hefur þurft að sinna töluvert mörgum útköllum.


Rauði krossinn býður einnig upp á skyndihjálparnámskeið sem hægt er að panta með stuttum fyrirvara. Það er nauðsynlegt fyrir alla að vera vel að sér í skyndihjálp því það getur bjargað mannslífum.


Á umráðasvæði Rauða krossins í Árnessýslu er töluvert af fatagámum sem staðsettir eru á Selfossi, í uppsveitum Árnessýslu og við stöndina. Einnig er stór gámur á gámasvæði.

Hamingjulestin hvetur alla til þess að kynna sér viðburði og verkefni Rauða krossins þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Opnunartími skrifstofuunnar að Eyrarvegi 23 á Selfossi er :


Mánudaga frá kl. 12 til 15

Þriðjudaga frá kl. 11 til 14

Miðvikudaga frá kl. 12 til 15

Fimmtudaga frá kl. 11 til 15


Recent Posts

See All
bottom of page