top of page

Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir


Hún heitir Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir býr í hlíðinni fríðu, á eiginmann og 3 börn, eina aupair, 150 kindur, 8 hesta, kisu, hund og 7 hvolpa😊

Hún starfar sem söngkona, söng- , píanó- og forskólakennari. Áhugamálin eru mörg en það sem hún gerir mest í núinu núna er að syngja, gera allskyns í sveitinni, húsinu, fara á hestbak og fer stundum á krossara, vera með fjölskyldunni og hitta skemmtilegt fólk.

Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Þegar ég vaknaði og leit út um gluggann og sá að það var komin rigning. Þá söng ég lagið: I‘m singing in the rain.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Tja góðverk og ekki góðverk, maður reynir að hjálpa til eins og maður getur!

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Borða góðan mat, hlæja og hafa húmor fyrir sjálfri mér og vanda mig við það sem ég tek mér fyrir hendur.

Hvar líður þér best?

Í sjálfri mér.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Þegar ég bregði Maríönnu Másdóttur vinkonu og vinnufélaga.


Flettu myndunum sem þú tókst á símann þinn síðustu daga. Deildu með okkur myndinni sem gleður þig mest.
Recent Posts

See All
bottom of page