top of page

Afi minn fór á honum Rauð

Margrét Jóna Ísleifsdóttir 95 ára frá Miðkoti í Fljótshlíð er einstaklega jákvæð og skemmtileg og sér mjög oft spaugilegu hliðar lífsins og er tilbúin að deila því með samferðarfólki sínu.Í meðfylgjandi myndbandi les Margrét upp skemmtilega útfærslu af vísunni Afi minn fór á honum rauð þar sem í gegn skín mikill húmor en engu að síður beittur enda á lýsingin við líf margra kvenna forðum daga og jafnvel enn í dag.


Í dag býr Margrét á Hvolsvelli og hefur búið þar í 74 ár. Ísólfur Gylfi Pálmason er sonur Margrétar og gaf hann Hamingjulestinni góðfúslegt leyfi að deila þessari skemmtilegu upptöku af móður sinni.

Recent Posts

See All
bottom of page