top of page

Aníta Ólöf Jónsdóttir


Aníta Ólöf Jónsdóttir býr á sveitabænum Austvaðsholti í Landsveit með manni sínum og börnum. Hún er ferðaþjónustubóndi (aðallega bóndi þessa dagana 😉) og kennari. Hún hefur sérstaklega gaman af allskyns útivist og fjallamennsku, körfubolta, öllu sem viðkemur hestum og reyndar flestöllu sem viðkemur dýrum og náttúru.

Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Þegar börnin mín tvö, Dagur og Bjartey, ráku augun í fullt af eggjum uppá þaki. Þessi áhugaverði varpstaður hænanna vakti mikla kátínu.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Hljóp á eftir plastpoka í gær sem ég vildi síður að endaði á einhverjum óæskilegum stað.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Fjölskyldan og vinirnir, sveitin og útivistin.

Hvar líður þér best?

Uppá fjöllum (best ef fararskjótinn eru hestar, skíði eða á tveim jafnfljótum) með góðu fólki sem ég er svo heppin að hafa greiðan aðgang að. En þegar ég pæli meira í þessu líður mér nú ansi vel í sveitinni minni líka.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Þegar ég dansa með börnunum mínum.


Flettu myndunum sem þú tókst á símann þinn síðustu daga. Deildu með okkur myndinni sem gleður þig mest.

Erfitt að velja bara eina þar sem ég var að koma úr smalamennskum á Fjallabaki en hér eru tvær sem lýsa þessu vel.
Recent Posts

See All
bottom of page