top of page

Bæring J Breiðfjörð Guðmundsson


Bæring býr á Laugalandi í Rangárþingi ytra ásamt sinni bráðfallegu konu, Margréti Ólafsdóttur. Saman eiga þau tvo drengi, þá Guðmund Ólaf og Birki Berg. Þriðji strákurinn er svo væntanlegur núna í júní mánuði. Bæring starfar sem kennari í grunnskólanum að Laugalandi ásamt því að vera athafnarstjóri hjá Siðmennt. Bæring hefur ýmis áhugamál. Hann hefur til að mynda gaman að því að tálga úr tré, fylgjast með Liverpool í enska boltanum og elda góðan mat. Hann unir sér best í kringum fjölskyldu sína og vini sem hann metur mikils.



Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Synir mínir tveir stukku upp í rúmið í morgun og hófu mikið samtal við ófæddann bumbubúann bróður sinn. Ljúft að vera til.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Ég er fremur greiðvikin og nýt þess að aðstoða fólk í kringum mig. Ég aðstoðaði góðvini mína og nágranna að flytja í annað hús um daginn – sannarlega þvert gegn mínum vilja enda vont að sjá af svona dásamlegum nágrönnum. Ætli það teljist ekki til góðverka.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Konan mín hún Margrét gerir alla daga betri. Dásamlegri ferðafélaga gæti ég ekki hugsað mér að hafa út lífið. Svo eru strákarnir okkar (oftast nær) stöðug uppspretta gleði og hamingju. Auk þess er ég svo heppinn að starfa með frábæru samstarfsfólki og yndislegum nemendum sem gefa mér mikið.

Hvar líður þér best?

Uppáhalds staðirnir mínir eru eyjarnar við Breiðarfjörðin. Yndislegt að vera innan um fuglana á sumrin og njóta kyrrðarinnar. Dags daglega myndi ég segja að eldhúsið sé minn griðarstaðar þar sem ég nýt þess að elda góðan mat fyrir fjölskyldu og vini.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Ég á einstaklega skemmtilega samstarfsfélaga sem eru góðir í að kitla í mér hláturtaugarnar. Svo finnst mér ógurlega fyndið að horfa á youtube video af fólki að detta . . .

Recent Posts

See All
bottom of page