top of page

Bjartar bækur í skammdeginu


Nú gengur í garð árstími sem margir tengja við kertaljós og notalegar stundir í stofunni. Þegar vindurinn blæs sem mest er kjörið að hjúfra sig undir teppi með góða bók, horfa á bíómynd eða spila með heimilisfólkinu. Sumir upplifa þó árstíðabundna vanlíðan um þetta leyti sem í daglegu tali kallast skammdegisþunglyndi. Mikilvægt er að huga að heilsunni, nýta dagsbirtuna þegar færi gefst, borða og hreyfa sig reglulega og halda góðri reglu á svefni.


,,Ef andleg vanlíðan í kjölfar skammdegis verður það mikil að það hamli eðlilegu, daglegu lífi getur það verið merki um vetraróyndi eða skammdegisþunglyndi. Þá er um árstíðarbundna geðlægð að ræða sem hefst á svipuðum tíma ár hvert, með lækkandi sól að hausti og lýkur með hækkandi sól að vori. Í þeim tilfellum er mikilvægt að leita sér aðstoðar sálfræðinga eða annarra sérfræðinga.“ (Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Landlæknir.is)


Ef skammdegið veldur hugarangri er ekki síst mikilvægt að forðast álag. Síðustu ár hefur mikið verið fjallað um áhrif skjábirtu af símum, tölvum og sjónvörpum á gæði svefns og margir mæla gegn skjánotkun minnst klukkustund fyrir svefn. Í stað þess er hægt að verja síðustu stundum dagsins í hugleiðslu, slakandi líkamsrækt, spil eða lestur.


En hvað á að lesa í skammdeginu? Lestarstjóri Hamingjulestarinnar óskaði eftir meðmælum um bækur sem eru hlýjar, ánægjulegar og glaðlegar. Ekki stóð á svörum og hér fylgir listi yfir bækur sem færa birtu og yl í hjartað í skammdeginu framundan.


Sumareldhús Flóru – og aðrar bækur eftir Jenny Colgan

Sumarbókin – Tove Jansson

Bókmennta og kartöflubökufélagið - Annie Barrows og Mary Ann Shiffer

Sjö dagar – Francesca Hornak

Fólk í angist – Fredrik Bacman

Karitas án titils – Kristín Marja Baldursdóttir

Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð - Arto Paasilinna

Sögusafn bóksalans – Gabrielle Zevin

Dalalíf – Guðrún frá Lundi

Kapítóla - Emma D.E.N.Southworth

Sykurpúðar í morgunverð - Dorothy Koomson

Hundshaus – Morten Ramsland

Enn er morgun – Böðvar Guðmundsson

Hin ósýnilegu – Roy Jacobsen

Dewey, litli bókasafnskötturinn – Wicky Myron og Bret Witter

Valeyrarvalsinn – Guðmundur Andri

Aðferðir til að lifa af – Guðrún Eva Mínervudóttir

Uppvöxtur Litla Trés – Forrest Carter

Óskar og bleikklædda konan – Eric-Emmanuel Schmott

Undraland minningana – Astrid Lindgren

Heiða, fjalldalabóndinn – Steinunn Sigurðardóttir

Táknmál blómanna – Vanessa Diffenbaugh

Brúin yfir Tangagötuna – Eiríkur Örn

Vonarbarn – Marianne Fredriksson

Saffraneldhúsið – Yasmine Crowther

Á vef landlæknis eru góðar upplýsingar um skammdegisþunglyndi og geðrækt í skammdeginu. Við minnum líka á hjálparsíma rauða krossins, 1717, og www.1717.is

Myndir af bókakápum í þessari grein eru fengnar af vef Forlagsins, www.forlagid.is

Recent Posts

See All
bottom of page