Edda Björgvins - Húmor er dauðans alvara


Edda Björgvinsdóttir hefur helgað lífi sínu húmor. Hún á að baki eftirminnilegan feril sem leikkona og gleðigjafi eins og við öll vitum en á síðari árum hefur hún einnig menntað sig í menningarstjórnun og jákvæðri sálfræði. Hún býður nú upp á fyrirlestra sem fjalla um hvað húmor og gleði er mikil dauðans alvara í lífinu. Á hápunkti covid-19 faraldursins veitti Edda landsmönnum innblástur og færði okkur hlýju í hjartað með fyrirlestri í beinni útsendinu. Henni er umhugað um að við tileinkum okkur húmor og gleði og veitti Hamingjulestinni þá ánægju að fá að sýna fyrirlesturinn hér.

Recent Posts

See All