top of page

Gunnar Örn Marteinsson


Hamingjusami Sunnlendingurinn þessa vikuna er Gunnar Örn Marteinsson sem búsettur er á Höfn í Hornafirði. Gunnar er ekki í sambúð en á þó eina unga dóttur. Hann er stýrimaður að mennt og starfar sem slíkur á þræla galeiðunni Vigur SF-80. Gunnar hefur gaman af hreyfingu, utandyra jafnt sem innandyra, kraftgöngum um fjöll og almennum galsa með vinum og kunningjum.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Morgunverðurinn, ráðlagður dagskammtur af skyri og rjóma.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Í gærkveldi veitti ég góðri vinkonu frábæra ráðleggingu sem ég veit að mun leiða hana til sigurs.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Hreyfing, matur og dóttir mín.


Hvar líður þér best?

Þar sem nóg er af jákvæðni, þakklæti og kærleik.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Mér þykir eigin flónska alltaf spaugileg.

Á myndinni má sjá dóttur mína, Glódísi Marey með langömmu sinni.

Recent Posts

See All
bottom of page