top of page

Gunnar Páll Pálsson


Gunnar Páll Pálsson býr á Selfossi með fjölskyldu sinni. Hann býr með Dagbjörtu Harðardóttur og börnunum Óla, Möggu og Herði. Að atvinnu er Gunnar ritstjóri Dagskrárinnar, fréttablaðs Suðurlands. Áhugamál Gunnars eru fjölmörg en fyrst og síðast er hann mikill fjölskyldumaður og ástríðukokkur.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Morgunknúsið frá börnunum og því að framundan er góður dagur.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Ég geri aldrei góðverk.. En að öllu gamni slepptu, erum við ekki alltaf að reyna að gera öðrum gott og greiða götu náungans? Það ætti alla jafna að vera þannig finnst mér.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Kaffi; allt þetta dásamlega fólk sem ég hitti alla daga; og síðast en alls ekki síst er það auðvitað fjölskyldan mín í víðum skilningi. Hið fjórða sem ég verð að nefna er mótorhjólið mitt sem er mér lífsnauðsynlegt til andlegs viðhalds og endurnýjunar.


Hvar líður þér best?

Heima. Heimilið er minn griðastaður í nálægð við það sem mér þykir vænst og best. Þar innandyra uni ég mér sennilega best í eldhúsinu við matargerð hvort sem það er kjötfars, fiskur eða steik. Ef ekki þar þá úti í bílskúr að brasa við eitthvað. Þá er samveran lykilatriði alla dagana. Það er það eina sem hægt er að safna og tapa aldrei á því!

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Fólk. Fólk getur verið með því fyndnara sem þú hittir. Maður er manns gaman, jafnvel þegar það er alls ekkert gaman. Þá getur samt verið gaman. Náðir þú þessu?



Recent Posts

See All
bottom of page