Húgrún fræðir ungt fólk og foreldra um geðheilbrigðismál


Húgrún er geðfræðslufélag sem var stofnað árið 2016 af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Hugrún heldur úti heimasíðu þar sem finna má mikið magn af upplýsingum um geðheilbrigðismál fyrir ungmenni/börn og foreldra. Stærsta verkefni Hugrúnar ár hvert er að ferðast um landið og halda geðfræðslufyrirlestra í framhaldsskólum, endurgjaldslaust. Í dag taka fjölmargir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri einnig þátt í starfsemi félagsins. Félagið hefur það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðraskanir og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund. Hamingjulestin hvetur lesendur til að skoða síðuna gedfraedsla.is og kynna sér innihald hennar vel.


Recent Posts

See All