Hamingjuráðherra Árborgar

Ég heiti Gunnar E. Sigurbjörnsson og er fertugt ungmenni sem býr á Selfossi en ólst upp í Ásahreppi og síðar Rangárþingi ytra. Ég á tvær dætur með konu minni, Lieselot Simoen. Eldri stelpan er 4 ára og sú yngri að verða 3ja mánaða. Vinn hjá Sveitarfélaginu Árborg sem frístunda- og forvarnarfulltrúi og ber ábyrgð á því frístunda- og forvarnarstarfi sem Sveitarfélagið Árborg heldur úti. Áhugamálin mín eru margvísleg en má þar nefna hestamennsku, íþróttir, lestur góðra bóka, góðar stundi í góðra vina hópi, hin ýmsu samfélagslegu mál og margt fleira.
Hvert er þitt lífsmottó?
Lifa lífinu í núinu með auga á framtíðinni og með reynslu fortíðar í farteskinu.
Hvað er hamingja fyrir þér?
Að finna að maður getur notið daglegs lífs án áhyggja. Að vera það heppinn að geta verið reglulega í kringum fólk sem maður elskar. Hefur líka góð áhrif á eigin hamingju að finna að maður geti haft jákvæð áhrif á og verið til staðar fyrir aðra.
Hvar líður þér best?
Í sveitinni í kringum dýrin með fjölskyldunni annars vegar og hinsvegar í góðra vina hópi á góðri stundu.
Hvað fær þig til að hlæja?
Ég er afskaplega hláturmildur maður svo það þarf ekki mikið til að fá mig til að hlæja. Kannski of oft 😊
ps. Hvíld skiptir miklu máli í hamingjuferlinu!