top of page

Hamingjuráðherra Ásahrepps


Ég heiti Fanney Björg Karlsdóttir og bý í Einholti í Ásahreppi ásamt manninum mínum, Trausta Þór Sigurðarsyni. Ég er fædd og uppalin í Hafnarfirði en flutti í sveitina eftir að ég kynntist Trausta. Á dauða mínum átti ég von, en að ég myndi flytja í sveit, fá mér kindur og hænur, það datt mér aldrei í hug, hvað þá að mér myndi líka það svo vel eins og raun ber vitni.

Ég á 3 börn, 2 stjúpbörn og 8 barnabörn og starfa sem iðjuþjálfi á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ás í Hveragerði. Helstu áhugamál mínu eru prjónaskapur, dýrin mín stór og smá, útivera og ferðalög. Ég er frekar félagslynd kona að eðlisfari og veit fátt skemmtilegra en að vera með ættingjum og vinum, gera eitthvað skemmtilegt, borða góðan mat og njóta þess að vera til. Þó að ég elski þessar samverustundir með vinum og vandamönnum, þá met ég líka mikils þær stundir sem ég er ein með sjálfri mér því mér líkar ágætlega við mig og kann vel við mína nærveru. Þá sit ég gjarnan í uppáhaldsstólnum mínum með prjónana mína og hlusta á góða bók eða áhugavert podcast.


Hvert er þitt lífsmóttó?

Mitt helsta lífsmottó er að lifa lífnu lifandi og að njóta augnabliksins. Ég vil frekar framkvæma og gera hluti heldur en að sjá eftir því að hafa ekki þorað að taka sénsinn. Ég tek sjálfa mig ekkert of hátíðlega og geri oftgóðlátlegt grín að sjálfri mér og finnst það gott.


Hvað er hamingja fyrir þér?

Hamingja fyrir mér er góð heilsa og gott samband við mína nánustu.


Hvar líður þér best?

Þær eru dýrmætar stundirnar með barnabörnunum og maður á ekki að taka þær sem gefnar, það eru forréttindi að fá að umgangast barnabörnin sín og að þau sækist eftir því að vera í samskiptum við mann.


Hvað fær þig til að hlæja?

Ég hlæ oft og mikið og það er kannski ekki eitthvað eitt sem fær mig til að hlæja. Ég held að lífið sjálft fái mig oft til að hlæja hátt og mikið.

Recent Posts

See All
bottom of page