top of page

Hamingjuráðherra Flóahrepps

Nafn: Eydís Þorbjörg Indriðadóttir


Heimili: Baugalda 1 á Hellu


Fjölskylda: Bý ein og held góðu sambandi við stórfjölskylduna sem samanstendur m.a af móður, systrum og fjölskyldum þeirra, fyrrverandi sambýlismönnum, stjúpbörnum og börnum þeirra og svo auðvitað öllum hestunum mínum.


Atvinna: Sveitarstjóri Flóahrepps


Áhugamál: Hestamennska, útreiðar og önnur ferðalög, móðir jörð, ljósmyndun, söngur og önnur tónlist, hannyrðir, lestur góðra bóka, menntun og nýsköpun svo eitthvað sé nefnt.


Lífsmottó: Lifa lífinu lifandi. Góð heilsa er gjöf.


Hvað er hamingja: Hamingja byggist á einhvers konar flæði og getur falist í því að gleyma sér í verkefnum sem fanga hugann hvort sem er í vinnu eða við áhugamál. Hamingja felst líka í kærleiksríkum samskiptum sem byggjast á umhyggju og skilningi.


Hvar líður þér best: Í kyrrðínni úti í fallegri náttúru sem er ekki of „markeruð“ af umgengni eða skipulagi. Í góðum sönghópi, í góðum félagsskap í hesthúsinu og síðast en ekki síst, heima í sófa.


Hvað fær þig til að hlæja: Að geta sett spéspegilinn á sem flest viðfangsefni og mistökin líka með. Góð bíómynd, góður texti, góð saga. Finnst „fullkomnunarárátta“ stundum dálítið spaugileg. Það á samt ekki að skilja þetta á þann hátt að ég sé að gera lítið úr vandvirkni því fátt getur glatt meira en ánægja yfir vel unnu verki.

Myndin er tekin á ferðalagi með hamingjusömum konum sem kalla sig „Skessessur“ . Erum þarna í hestaferð austur á Fljótsdalshéraði og þarna á leið í Spa á Borgarfirði eystri sumarið 2019.

Recent Posts

See All
bottom of page