top of page

Hamingjuráðherra Hornafjarðar


Ég heiti Herdís I Waage og er búsett á Hornafirði ásamt fjölskyldu. Ég er tómstundafulltrúi og verkefnastjóri skólaskrifstofu ásamt því að vera Hamingjuráðherra sveitarfélagsins. Áhugamál mín eru nokkur en þau allra helstu eru: Stangveiði – garðrækt – föndurvinna allskonar (samt alls ekki að prjóna! Kemur kannski síðar) að þvælast um í árfarvegum, aurum og dölum í leit að gulli eða réttara sagt fallegum steinum og margt fleira.Hvert er þitt lífsmottó?

Ef þú lærir af "mistökunum" þá eru það ekki mistök heldur reynsla.


Hvað er hamingja fyrir þér?

Fyrir mér felur hamingja í sér alla litlu hlutina sem eru í kringum okkur í lífinu sem gleðja okkur, bæta og kæta. Að geta lifað sáttur með sjálfan sig og aðra og njóta þess að vera til.


Hvar líður þér best?

Fyrst og fremst líður mér best heima með fjölskyldunni með barnabörnin á rjátlinu í kringum mig. Það fyllir hjarta mitt sælu og gleði. Annars líður mér mjög vel í góðra vina hóp eða standandi ein með sjálfri mér við árbakkann í von um að bitið verði á.


Hvað fær þig til að hlæja?

Það er ýmislegt sem fær mig til að hlæja en ekkert eitt stendur uppúr. Fjölskyldan mín fær mig oft til að horfa á fyndin myndbönd með sér en oftast fylgjast þau meira með mér og mínum viðbrögðum heldur en myndböndunum sjálfum. Því þeim finnst skemmtilegast þegar ég fæ hláturkast yfir einhverri vitleysu og þá geta þau hlegið að mér eða á ég kannski að segja með mér.

Recent Posts

See All
bottom of page