top of page

Hamingjuráðherra Hveragerðis


Ég heiti Jóhanna Margrét Hjartardóttir og er búsett í Þorlákshöfn ásamt fjölskyldu minni. Við hjónin eigum þrjá syni og tvö barnabörn. Ég er menningar og frístundafulltrúi Hveragerðisbæjar og nú líka Hamingjuráðherra bæjarins. Mín áhugamál tengjast hreyfingu, íþróttum, útivist og göngum en einnig hef ég gaman af tónlist, leiklist og annarri menningu sem nærir hugann.

Hvert er þitt lífsmottó?

“Lífið er ekki verkefni til að leysa heldur leyndardómur til að uppgötva” Amrit Desai

Hvað er hamingja fyrir þér?

Hamingja er hugarástand. Þú velur að að lifa lífinu í hamingju hvernig sem líf þitt er. Hamingja felst í að vera sáttur og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hamingjusamasta fólkið fær ekki endilega það besta af öllu, það gerir bara það besta úr öllu sem á vegi þess verður.


Hvar líður þér best ?

Mér líður best þau augnablik þegar ég gleymi stað og stund og upplifi sælustund. Það getur verið úti í náttúrunni, í góðra vina hópi, í vinnunni, þegar ég hlusta á góða tónlist, borða góðan mat eða þegar ég er með fjölskyldunni.


Hvað fær þig til að hlæja?

Það er mjög margt t.d. góðir vinir, skemmtilegar leikhússenur, grínistar, spil, hnittin svör og hugsanir.

Recent Posts

See All
bottom of page