top of page

Hamingjuráðherra Rangárþings eystra

Updated: May 27, 2020


Nanna Fanney Björnsdóttir heiti ég og bý á Hvolsvelli í Rangárþingi eystra. Ég bý með manninum mínum og dóttur sem er að verða tveggja ára. Ég starfa sem markaðs- og kynningafulltrúi sveitarfélagsins og hef nú einnig tekið við því skemmtilega verkefni að vera hamingjuráðherra svæðisins.

Áhugamál mín eru mörg en helst má nefna hönnun, smíði, tónlist, útiveru, góðan félagsskap og góðan mat.

Hvert er þitt lífsmottó?

Ætli það sé ekki það sama og hjá mörgum Íslendingum... „Þetta reddast og engar áhyggjur“ eða eins og vinir mínir Tímon og Púmba orða það „Hakúnamatata“.

Hvað er hamingja fyrir þér?

Mér finnst hamingja felast í því að gleyma sér í því hversdagslega. Vera ánægður í eigin skinni og líða vel. Megnið af lífinu er hversdagslegt og því er um að gera að njóta þess.

Hvar líður þér best?

Heima hjá mér með fólkinu mínu. En ég er svo lánsöm að eiga mörg góð heimili í huganum og því margir staðir sem koma til greina.

Best þykir mér þegar við náum að skilja við snjalltækin og gleyma stað og stund.

Hvað fær þig til að hlæja?

Það er svo margt og mikið sniðugt í þessum heimi. En efst í huga kemur fjölskylda og vinir. Hnyttin tilsvör og orðagrín eru líka alltaf vís til að kitla hláturtaugarnar.

Recent Posts

See All
bottom of page