top of page

Hamingjuráðherra Rangárþings ytra

Updated: May 27, 2020


Ég heiti Saga Sigurðardóttir og bý á Hvolsvelli með sambýlismanni mínum, honum Elmari, dætrum okkar tveimur, Brynhildi og Albjörtu, og kettinum okkar. Ég starfa sem markaðs- og kynningarfulltrúi í Rangárþingi ytra og hef nú einnig fengið það skemmtilega hlutverk að vera hamingjuráðherra sveitarfélagsins. Áhugamálin mín eru ótal mörg, ég hef rosalega gaman að því að vera úti að hreyfa mig og eru fjallgöngur í miklu uppáhaldi hjá mér. Einnig eru mínar uppáhalds stundir að vera heima með fjölskyldunni minni og eiga gæðastundir með þeim og borða góðan mat saman, spila, leika okkur o.fl. Síðan hef ég líka mjög gaman af tónlist og að glamra á gítar.


Hvert er þitt lífsmottó?

Það kemur allt með kalda vatninu!


Hvað er hamingja fyrir þér?

Fyrir mér er hamingja helst að vera sáttur með það sem maður hefur, það sem maður er og að hafa tilgang. Eða eins og hún Ingrid Kuhlman orðaði svo skemmtilega „Hamingja er ekki að fá það sem þú vilt heldur að vilja það sem þú hefur“.


Hvar líður þér best?

Mér líður best heima með fjölskyldunni minni. En mér líður líka ofboðslega vel í sveitinni hjá foreldrum mínum. Það er eitthvað við kyrrðina og náttúruna þar sem fær mann til að gleyma klukkunni og vera í núinu, það er svo góð tilfinning.


Hvað fær þig til að hlæja?

Það er svo rosalega margt sem fær mig til að hlæja og get ég alveg grátið úr hlátri þegar eitthvað er mjög fyndið. Ætli mér finnist stríðni ekki bara fyndnust, og atast ég mikið í sambýlismanni mínum og hlæ hvað mest þegar ég næ honum vel.

Recent Posts

See All
bottom of page