top of page

Hamingjuráðherra Vestmannaeyja


Erna Georgsdóttir heiti ég og er 31 árs fædd, uppalin og búsett í Vestmannaeyjum. Ég bý hér ásamt fjölskyldunnu minni, eiginmanninum mínum honum Óskari og þremur börnum þeim Emilíu Rós 13 ára, Andra Snæ 8 ára og Bergdísi Emblu 2 ára. Ég vinn hjá Vestmannaeyjabæ sem æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi og verkefnastjóri. Mín helstu áhugamál er handavinna og samvera með fjölskyldu og vinum.


Hvert er þitt lífsmottó?

Að gera hlutina vel og hafa gaman af því.


Hvað er hamingja fyrir þér?

Að lifa sátt við sjálfan mig og líf mitt og njóta alls þess sem það býður upp á.


Hvar líður þér best?

Mér líður best með fjölskyldunni og vinum með prjóna í hönd á eyjunni fögru, Heimaey.


Hvað fær þig til að hlæja?

skemmtilegt fólk með góðan húmor.

Recent Posts

See All
bottom of page