Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir


Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir fædd og uppalin í Fljótshlíðinni. Bjó í Reykjavík í tæp 10 ár á meðan hún var í námi en flutti aftur heim með Arnari Gauta manninum sínum 2013. Þau byggðu sér hús í Fljóshlíðinni og una sér einstaklega vel þar. Þau eiga tvo stráka, Markús Eyberg og Kristján Eyberg(7- og 3 ára), hundinn Heklu, 2 hænur, 1 hana og tvo unga sem að heita litli Krisján og litli Markús. Í venjulegi árferði vinnur hún á Midgard sem er ferðaskrifstofa, gistiheimili, veitinga- og viðburðarstaður á Hvolsvelli. Hún er svo heppin að ná oft að tvinna saman áhugamál og vinnu. En vinnan getur verið fjölbreytt. Meðal annars að skottast á fjöll með gestina þeirra, skipuleggja viðburði, taka á móti gestum á gistiheimilinu, þjóna til borðs, vinna í markaðssetningu og sinna misáhugaverðum skrifstofustörfum. Út af dálitlu þá er lítið að gera í vinnunni og ákvað Hildur því að nýta tækifærið og skrá sig aftur í nám og stundar nú nám við HÍ í Umhverfis- og auðlindarfræði.

Áhugamáli Hildar eru allskonar útivist, fjallgöngur, utanvegarhlaup, skíði og einfaldlega bara vera úti og njóta náttúrunnar. Eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Hún elskar mat, bæði að borða hann og að kynna sér allskonar fjölbreyttar uppskriftir. Einnig hefur hún mjög gaman að því að ferðast, þykir áhugavert að kynnast nýju fólki og nýjum menningarheimum og víkka sjóndeildarhringinn. Hún hefur mjög gaman að því að vera í kringum fólk, fara á tónleika (hlakkar mikið til þegar að það má aftur), leikhús og allskonar viðburði. En hefur líka mjög gaman að því að vera heima með litlu fjölskyldunni í ró og næði með kertaljós og spila eða lesa góða bók. Hildur vill eiginlega flokka ís og kertaljós sem áhugamál líka!

Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Kristján Eyberg þar sem að hann vaknaði fyrst í morgun.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Veit það ekki alveg. Fór í búðarleiðangur fyrir mömmu mína í gær, flokkast það sem góðverk?

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Allt góða fólkið í kringum mig gerir lífið betra en það sem að ég veit að ég get gert til að gera daglegt líf betra er:

Fá ferskt loft og hreyfa mig utandyra með Heklu þá verður dagurinn alltaf betri.

Ég reyni að minna mig á það daglega að vera þakklát og að sjá það skoplega við lífið og það gerir daglegt líf klárlega betra.

Reyni að passa upp á svefnrútínuna.

Hvar líður þér best?

Mér líður voða vel þegar ég er umkringd öllu fólkinu mínu en svo líður mér líka voða vel ein með Heklu úti í náttúrunni. En ég hugsa að mér líði lang best heima á Litlalandi með litlu fjölskyldunni minni.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Smitandi hlátur fær mig alltaf til að hlæja.


Flettu myndunum sem þú tókst á símann þinn síðustu daga. Deildu með okkur myndinni sem gleður þig mest.
Recent Posts

See All