Hvað er hamingjuráðherra?

Hamingjuráðherrar eru útnefndir af hverju sveitarfélagi sem tengiliðir sveitarfélaganna við Hamingjulestina. Þeirra hlutverk er að miðla jákvæðum og hvetjandi fréttum af sínu nærsamfélagi til verkefnisstjóra Hamingjulestarinnar. Fréttunum er svo deilt á vef Hamingjulestarinnar og þannig lærum við hvert af öðru og dreifum gleðinni um allt Suðurland. Hlutverk hamingjuráðherranna er ekki síður að vekja athygli á Hamingjulestinni í sínum sveitarfélögum og benda íbúum á námskeið, viðburði og fræðsluefni sem stuðlar að aukinni hamingju á Suðurlandi.


Recent Posts

See All