top of page

Ingi Heiðmar Jónsson


Ingi Heiðmar Jónsson býr á Selfossi síðan 2001 en hefur verkefni í eigin skógi upp á Skeiðum, hann á tvær dætur af seinna hjónabandi og önnur býr heima með sambýlismanni og 5 ára dóttur. Kennsla við grunn- og tónlistarskóla hefur verið aðalstarf hans um dagana auk organistastarfa í 45 ár. Sögugrúsk og vísna tengt fésbóka og pistlaskrifum eru aðaláhugamál hans nú um stundir.

Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Að heilsan er góð og hæfilega krefjandi verkefni bíða.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Við Harpa Guðrún fimm ára fórum út í Hellisskóg fyrir 3 dögum og höfðum bæði gaman af. Mætti kalla gagnkvæmt góðverk.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Að fjölskyldan er nærri manni og dótturdóttir hefur alist upp með ömmu og afa, að geta hitt fjarstadda vini á fésbók morgun hvern - og eignast nýja og í þriðja lagi að geta sýslað út í garði eða upp í skógi.

Hvar líður þér best?

Uppi í skógi að raka lauf eða grisja aspir.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Að lesa Nasreddin eða þjóðsögurnar.


Flettu myndunum sem þú tókst á símann þinn síðustu daga. Deildu með okkur myndinni sem gleður þig mest.

Þegar ekki má færa út garðinn, þá er að saxa á grasflötina. Kisa líkar vel þegar einhverjir eru úti í garði að sýsla og bregður á leik. Sigríður Embla Heiðmarsdóttir er sömuleiðis mikill uppáhaldsmaður hjá kisu – hún er jú læða þó ég kalli hana stundum kisa – en hún gegnir því auðvitað engu.


Recent Posts

See All
bottom of page