top of page

Kristín Bjarnveig Böðvarsdóttir


Kristín Bjarnveig Böðvarsdóttir býr á Sunnuhvoli í Hvolhreppi hinum fornar, annars í Rangárþingi eystra. Þar býr hún með manni sínum Antoni Kára Halldórssyni og börnunum sínum þremur, Jódísi Össu 15 ára, Jórunni Eddu 11 ára og Héðni Bjarna 6 ára. Búskapurinn á Sunnuhvoli samanstendur af tíkinni Nótt og nokkrum hrossum. Kristín Bjarnveig starfar sem ritari hjá Lögreglustjóranum á Suðurlandi. Áhugamál Kristínar eru fjölskylda, vinir, hestamennska og prjónaskapur.

Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Það var þegar ég sá jólaljósin sem sett voru upp á heimili okkar núna um helgina og á sama tíma þegar strákurinn minn vildi fara í jólapeysu í skólann. Jú jú, jólin eru víst alveg að koma en sá tími þykir mér ósköp gleði- og skemmtilegur.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Ég prjónaði sitthvora peysuna handa systkinum mínum núna fyrir stuttu og færði þeim að gjöf, ég stoppaði í sokka fyrir góða vinkonu mína (hefði sjálfsagt hent þeim ef þeir hefðu komið af mínu heimili 😊 ) Svo er ég að reyna aðstoða ömmu mína og afa í að fá sér rafræn skilríki eða Íslykil, það gengur samt frekar brösulega, en góðverk engu að síður.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Kaffi, prjón og fjölskyldan mín.

Hvar líður þér best?

Heima á Sunnuhvoli með prjónana mína eða í útilegu með fjölskyldu og vinum.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Það verður víst að viðurkennast að ég er með agalegan aulahúmor, og þar kikkar bróðir minn sterkt inn, það er hægt hlæja mikið af honum.


Flettu myndunum sem þú tókst á símann þinn síðustu daga. Deildu með okkur myndinni sem gleður þig mest. Fjölskyldumynd af Sunnuhvolsliðinu tekin á Tenerife rétt áður en Covid skall á.

Recent Posts

See All
bottom of page