top of page

Lárus Ágúst Bragason


Lárus Ágúst Bragason er búsettur á Miðhúsum í Hvolhreppi. Giftur Stefaníu Ósk Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn og fjögur barnabörn. Lárus starfar sem sögukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Helstu áhugamál er Njála, hestar og Leeds.

Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Tilhugsunin um að ég væri að fara kenna.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Lagaði kaffi fyrir konuna í morgun.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Fjölskyldan, vinnan og að lesa Njálu.

Hvar líður þér best?

Upp í rúmi við hlið konunnar minnar að lesa.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Góðir brandarar sem Stefanía segir.


Flettu myndunum sem þú tókst á símann þinn síðustu daga. Deildu með okkur myndinni sem gleður þig mest. Ég á því miður bara gamalan Nokia síma.
Recent Posts

See All
bottom of page