top of page

Lilja Jóhannesdóttir


Hamingjusami Sunnlendingurinn þetta sinnið er Lilja Jóhannesdóttir en hún býr á Höfn og vinnur hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Hún er fuglafræðingur að mennt og hefur brennandi áhuga á vistfræði fugla. Einnig hefur hún gaman af allri útivist og ævintýrum, ekki hvað síst í góðra vina hópi.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Rekkjunauturinn.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Emmm um daginn hljóp ég uppi bunka af búðakerrum sem stefndi á bíl. Reyndar klúðraði ég því og bunkinn fór í tvennt og allt í kássu....en það er hugurinn sem gildir.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Náttúran, vinir&fjölskylda og knús.


Hvar líður þér best?

Við sjóinn...og upp á fjalli.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Lélegt orðagrín. Og öll krúttleg dýravídjó.

Þar sem ég var að koma úr sumarfríi þyrfti ég að setja svona 3500 myndir til þess að gera því skil. En ég læt þessa duga.

Recent Posts

See All
bottom of page