top of page

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Updated: Apr 27, 2020


Það er vel við hæfi að hefja dagskrárliðinn "hamingjusami Sunnlendingurinn" með engum öðrum en Magnúsi Hlyni Hreiðarssyni enda er hann þekktur fyrir jákvæðar fréttir af mönnum og málefnum.


Magnús Hlynur er fæddur 4. september 1969 á sjúkrahúsinu í Keflavík en uppalinn í Sveitarfélaginu Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann starfar í hálfu starfi sem fréttamaður á Stöð 2, Bylgunni og Vísi og í hálfu starfi í Frístund í Kerhólsskóla hjá Grímsnes og Grafningshreppi. Auk þess klippir hann garða og sinnir garðyrkjustörfum enda garðyrkjufræðingur og búfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands, auk þess að


vera með BA gráðu í fjölmiðlafræði frá Hákskólanum á Akureyri. Konan hans heitir Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (heilsugæslan) og saman eiga þau fjóra stráka, Fannar Freyr sem er elstur, þá Arnar Helgi, sá þriðji er Veigar Atli og loks Unnar Örn. Jafnframt eiga þau eitt barnabarn, Ómar Elí Fannarsson, sem er fimm ára sem og tvær tengdadætur. Áhugamálin snúast fyrst og fremst að fólki, ná góðum viðtölum, hitta hresst og skemmtilegt fólk og gera jákvæðar og skemmtilegar fréttir. Þá hefur hann gaman að allskonar útilegu, ferðalögum og körfubolta sem hann fylgist mjög vel með.


Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Magnús Hlyn.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Þegar ungur nemandi, Þorbjörg Ásta tók á móti mér þegar ég mætti í Frístundina í Kerhólsskóla. Þegar ég gekk að skólanum sat hún í glugganum, brosti sínu breiðasta og vinkaði mér. Mér fannst þetta svo fallegt að mér vöknaði um augun, öll þessu litlu atriði í hversdagsleikanum skipta svo miklu máli, munum að brosa til fólks og vera jákvæð

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Ég færði gamalli einstæðri konu á Selfossi eftirrétt til að hafa á páskadag í matinn, hún var svo ánægð og þakklát

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra

Fjölskyldan, vinnufélagarnir og útivera

Hvar líður þér best?

Einhversstaðar nálægt sveitabæ þar sem er nýbúið að bera skít á túnin, I love it, lyktin, maður minn. Þetta eru eflaust góðar minningar frá því að ég var í sveit í átta sumur á bæjunum Böðmóðsstöðum og Efsta Dal í Bláskógabyggð, þar elskaði ég (og geri enn) fjósalyktina og mykjulyktina (Já, ég veit, ég er skrýtin)

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Konan mín, Martin læknir og Mr.Bean

Flettu myndunum sem þú tókst síðustu daga. Deildu með okkur myndina sem gleður þig mest

Það er þessi mynd af Þorbjörgu Ástu í Kerhólsskóla þegar hún tók á móti mér þegar ég var að mæta í vinnuna


Recent Posts

See All
bottom of page