Margrét Guðjónsdóttir

Margrét Guðjónsdóttir býr á Hvolsvelli og á þrjú börn og fimm barnabörn. Margrét er Skólabókavörður við Héraðsbókasafn Rangæinga. Áhugamálin eru margvísleg t.d. andleg málefni, garðyrkja, göngur, samvera. Jafnframt "puðar" stundum eitthvað í höndunum.
Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?
Fegurð barnabarns sem gisti hjá mér og sólin sem skín.
Hvenær gerðir þú síðast góðverk?
Ég setti niður sumarblóm við dvalar-og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol ásamt öðrum úr Kvenfélaginu Einingu í Hvolhrepp.
Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.
Að horfa bjartsýn fram á veginn, gott samferðafólk og þakklæti.
Hvar líður þér best?
Með góðu fólki, í garðinum heima og á góðri göngu í náttúrunni
Hvað fær þig alltaf til að hlæja?
Skemmtileg atvik og góðir brandarar.

Þessi mynd er af Viktoríu Rós Pierresdóttur en hún er dótturdóttir mín.