top of page

Margrét Guðjónsdóttir


Margrét Guðjónsdóttir býr á Hvolsvelli og á þrjú börn og fimm barnabörn. Margrét er Skólabókavörður við Héraðsbókasafn Rangæinga. Áhugamálin eru margvísleg t.d. andleg málefni, garðyrkja, göngur, samvera. Jafnframt "puðar" stundum eitthvað í höndunum.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Fegurð barnabarns sem gisti hjá mér og sólin sem skín.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Ég setti niður sumarblóm við dvalar-og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol ásamt öðrum úr Kvenfélaginu Einingu í Hvolhrepp.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Að horfa bjartsýn fram á veginn, gott samferðafólk og þakklæti.


Hvar líður þér best?

Með góðu fólki, í garðinum heima og á góðri göngu í náttúrunni

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Skemmtileg atvik og góðir brandarar.

Þessi mynd er af Viktoríu Rós Pierresdóttur en hún er dótturdóttir mín.

Recent Posts

See All
bottom of page