top of page

Margrét Jóna Ísólfsdóttir


Margrét Jóna Ísólfsdóttir, býr á bænum Uppsölum í Fljótshlíð ásamt manninum sínum Þórði Frey Sigurðssyni og tveimur dætrum Þórdísi Ósk 12 ára og Þórunni Mettu 8 ára. Þar býr líka hundurinn Kría og fullt af býflugum. Hún starfar sem Skrifstofu- og fjármálastjóri Rangárþings eystra.

Margréti finnst skemmtilegast að vera úti í náttúrunni, ganga á fjöll, fara í sund, hugsa um býflugarnar sínar, vinna í garðinum, elda góðan mat, og vera með fjölskyldu og vinum.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Flesta morgna fer ég út í garð um leið og ég vakna og anda að mér ferska loftinu og kíki á fjöllin, það fær mig alltaf til að brosa. Í morgun var ég eitthvað annars hugar og gleymdi að fara út, svo ég fór ekki að brosa fyrr en ég sá kaffið renna í kaffibollann minn þegar ég mætti í vinnuna.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Fór með ömmu mína í Þorsteinslund í blíðunni á laugardaginn. Hún hafði ekki komið þangað í nokkur ár, en var vön að fara alltaf á 17. júní með afa og lesa upp úr Þyrnum fyrir afa. Dásamleg stund, mæli með Þorsteinslundi fyrir unga sem aldna.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Fjallganga, samvera og þakklætisdagbók.


Hvar líður þér best?

Úti í náttúrunni og heima hjá mér. Er svo ótúrlega lánsöm að búa úti í sveit og er því umvafin náttúrunni.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Horfa á fólk detta (fyrirgefið mig!). Og sketsinn „Hvað á að gera við afa“ með Fóstbræðrum (fyrirgefið mig enn frekar!).

Þessi mynd er mjög viðeigandi en hún er af mér og Hrefnu frænku minni, þegar við gengum á Þríhyrning að kvöldu dags á sumarsólstöðum. Hrefna er sálfræðingur og hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfærði og hamingjufræðum, m.a. skrifað bók um hamingju. Hún hefur kennt mér svo ótrúlega margt um það hvað hægt er að gera til að auka hamingjuna, mikilvægast af öllu er að átta sig á að hamingjan er hér og nú. Mæli með að allir fari á bókasafnið og leigi sér bækur um hvernig má auka hamingjuna og tileinki sér það sem í bókunum stendur. Þá verður lífið svo miklu betra.

Recent Posts

See All
bottom of page