top of page

Nýr hamingjuráðherra Rangárþings eystra


Ég heiti Árný Lára Karvelsdóttir og bý á Hvolsvelli með Stefáni, manninum mínum, og við eigum þau Val Frey, 5 ára og Freydísi Stellu, 1 árs. Ég starfa sem markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra sem er mjög fjölbreytt starf og núna hef ég þann frábæra titil að vera Hamingjuráðherra sem er hrikalega skemmtilegt en ég tek við embættinu af Nönnu Fanneyju sem leysti mig af í fæðingarorlofi.

Ég á hin ýmsu áhugamál en til að nefna eitthvað finnst mér rosalega gaman að lesa góðar bækur, fara í sund, hekla, ferðast jafnt innan- sem utanlands og vera í kringum mitt allra besta fólk


Hvert er þitt lífsmóttó?

Það gerist ekki neitt ef þú gerir ekki neitt


Hvað er hamingja fyrir þér?

Hamingjan í mínum augum felst í því að vera sátt við sjálfan sig, ánægð með alla litlu hlutina sem gerir lífið svo litríkt og skemmtilegt og njóta tilverunnar í faðmi fjölskyldu og vina. Ekki má heldur gleyma því að hamingjan getur falist í því að hlæja því þá líður manni svo vel.


Hvar líður þér best?

Mér líður allra best heima hjá mér með litlu fjölskyldunni minni eða í góðum vina- eða fjölskylduhóp að njóta lífsins í afbragðs félagsskap.


Hvað fær þig til að hlæja?

Já það er nefnilega svo margt og lífið er stundum alveg óstjórnlega fyndið. Fjölskyldan mín og vinir og samstarfsfélagar eru virkilega góð uppspretta fyrir hlátur. Ég á það líka til að hlæja á ferlega óheppilegum tímum svo hlátur er bæði útrás fyrir gleði og vandræðalegheit.

Recent Posts

See All
bottom of page