top of page

Opinn fyrirlestur um jákvæða sálfræði á tímum Covid-19


Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir kennslustjóri diplómanáms í jákvæðri sálfræði við EHÍ og sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis verður með opinn fyrirlestur 5. maí kl. 12:00-13:00. Hún hefur rannsakað hvaða þættir hafa áhrif á hamingju og vellíðan og hefur kennt jákvæða sálfræði um árabil og haldið fjölda fyrirlestra. Fyrirlesturinn er gjaldfrjáls og verður streymt beint á netinu, skráning fer fram hér

Dóra Guðrún mun kynna hugmyndafræði og verkfæri jákvæðrar sálfræði og hvernig hugarfar, styrkleikar og tilfinningahugrekki geta hjálpað okkur við að takast á við áskoranir tengdar kórónuveirunni.

Recent Posts

See All
bottom of page