top of page

Thelma Dröfn Ásmundsdóttir


Thelma Dröfn Ásmundsdóttir er Hvolsvellingur sem flutti í gamla Villingaholtshreppinn fyrir 13 árum með bóndasyninum Reyni Bjarkasyni frá Mjósyndi. Þar hafa þau komið sér vel fyrir í húsinu sínu Árgerði og eiga tvo syni, Bjarka Rafn 10 ára og Arnar Alex 6 ára. Thelma er hjúkrunarfræðingur og vinnur á Heilsugæslunni á Selfossi.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Það er líkt og síðustu morgna, litla vekjaraklukkan hann Arnar Alex.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Hmm.. góð spurning. Ætli það hafi ekki verið í útilegu á Klaustri um daginn, eftir viku ferðalag og svona líka fín þvotta aðstaða í boði, en greinilega mun fleiri en ég að hugsa til þess að nýta bongó blíðuna og koma með þvottinn hreinan heim, röðin var löng. Hleypti í plássið mitt fjölskyldu þar sem gubbupestin hafði bankað uppá um nóttina.

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Strákarnir mínir, góður tebolli, kyrrðin í sveitinni og verð að nefna það fjórða sem er vinnan mín..


Hvar líður þér best?

Heima í rólegheitummeð fjölskyldunni, mér finnst gaman að baka og fæ börnin mín og vini þeirra með í verkið. Svo eru það útilegurnar, þar nýt ég mín mjög vel og samveran með fjölskyldu og vinum fjarri daglegu amstri finnst mér alveg dásamleg.

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Það er margt, strákarnir mínir eru endalaus uppspretta hláturs. Svo er ég svo heppin að vinna á vinnustað þar sem húmor og hlátur er í fyrirrúmi, hádegishléin full af hlátri og svona einstaka vingjarnlegum hrekk.


Recent Posts

See All
bottom of page