Thelma María Marinósdóttir

Valgerður valdi Thelmu sem næsta hamingjusama Sunnlending en hennar hamingja snýr að öllu milli himins og jarðar.


Thelma María býr ásamt frænku sinni að Laugalandi og starfar sem kennari. Áhugamál hennar snúa að öllu milli himins og jarðar þar sem henni finnst gaman að upplifa eitthvað nýtt og fróðlegt, og eins finnst henni handavinnan mjög skemmtileg.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Að heilsa upp á samstarfsfólkið mitt og fá knús frá littlu krökkunum.

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Vonandi í dag.Reyni að gera eitthvað gott á hverjum degi

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra

Ég er trúuð svo bænir og ritningalestur gerir lífið alltaf betra. Að vinna með frábæru fólki og svo fjölskyldan mín. Svo eru mikil forréttindi að búa á Íslandi og í sveitinni

Hvar líður þér best?

Í sveitinni. Það er svo fallegt og friðsamlegt


Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Krakkarnir í kringum mig


Recent Posts

See All