top of page

Valgeir F. Backman

Herdís Friðriksdóttir skoraði á Valgeir F. Backman sem næsta hamingjusama Sunnlendinginn sem var ekki lengi að verða við bóninni og kunnum við honum bestu þakkir.


Valgeir er fæddur 1962 í janúar, 58 ára giftur Sigurborgu árný Ólafsdóttur sem hann er afskaplega ástfangin af! Það útskýrir kannski afhverju hann vinnur aldrei í lottóinu. Þau eiga þrjá uppkomna syni og tvö barnabörn.

Valgeir er fæddur og uppalin í Reykjavík. Hann flutti á Hóla í Hjaltadal 2002 þar sem hann starfaði sem forstöðumaður ferðaþjónustunnar og kláraði ferðamálafræði við skólann 2005. Hann er með meistararéttindi í framreiðslu frá Hótel og Matvælaskólanum 1986 og hefur starfað við ýmislegt tengt hótelum, veitingastöðum, vínumboðssölu o.s.frv. Valgeir er sem stendur í Fagnámi í ummönnun fatlaðra hjá Fræðsluneti, símenntun á Suðurlandi 2019-2020 sem hann telur gott nám og gagnlegt. Hjónin undu sínu kvæði aftur í kross og fluttust á Sólheima apríl 2005. Fyrstu árin starfaði hann sem forstöðumaður atvinnusviðs en síðan Félagsmálafulltrúi, sem er lifandi starf og skemmtilegt. 15. árum og 19. dögum síðar eru þau þar enn! Þar líður tíminn svo hratt að til tals hefur komið að nú væri nóg komið.. En nei þau vona sannarlega að þeim gefist kostur á að halda uppá 100 ára afmæli Sólheima 2030 sem búast má við að verði svaka partí.


Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?

Robbi ræstitæknir, eða sjálvirk ryksuguvél sem þvælist um húsið!

Hvenær gerðir þú síðast góðverk?

Vona að ég geri mörg góðverk á dag! og án þess að vita af því!

Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra.

Fjölskyldan mín og allt fólkið mitt! nær og fjær, á Sólheimum er allir líka ein stór fjölskylda!

Að finna að ég er traustsins verður og Jákvæðni, sem sigrar alltaf.

Hvar líður þér best?

Á ferðalagi, heima eða í bústað, kósý hjá minni eiginkonu!

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?

Ari Eldjárn og barnabörnin!


Flettu myndunum sem þú tókst á símann þinn síðustu daga. Deildu með okkur myndina sem gleður þig mest.

Fæ að senda mynd sem Ingólfur Stefánsson tók af hetjum Sólheima að plokka.

Guðjón, Ebbi, Einar og Óli Ben


Recent Posts

See All
bottom of page