
Valgerður Knútsdóttir
Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir tilnefndi Valgerði sem næsta hamingjusama Sunnlending enda með eindæmum hamingjusöm

Valgerður, eða Valla eins og hún er kölluð, er hláturmild og kát alla jafna. Hún býr á Selfossi og er gift móðir slatta barna sem öll eru flutt út um víðan heim. Valla er menntuð sem leikskólakennari - eða fóstra, eins og hún kýs sjálf að kalla það, en vinnur á móttöku HSU. Hennar helstu áhugamál eru allskonar en blóm eru "uppáhalds".
Hvað var það fyrsta sem fékk þig til að brosa í dag?
Yndisleg sólin sem vakti mig
Áttu þér eitthvert mottó?
Bros getur dimmu í dagsljós breytt. Brosi alltaf í vinnunni
Nefndu þrennt sem gerir þitt daglega líf betra
Gleði yfir því að vera til. Bros og kærleiksverk
Hvar líður þér best?
Í grasagörðum innan um blómin

Hvað fær þig alltaf til að hlæja?
Gamlar bíómyndir